Þorpið Vistfélag

Þorpið vistfélag hefur undanfarin tvö ár unnið að þróun á nýju hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og varð í 2. sæti í samkeppni Reykjavíkurborgar um lóðir í haust. Þorpið hugsar þetta nýja hverfi í Gufunesi sem lifandi vistþorp í borg.

Staðsetning og hæð húsa skapar skjólsælt, sólríkt og grænt umhverfi þar sem mikil sameign er við torgið á fyrstu hæð en íbúðir þar fyrir ofan. Eitt fjörurra hæða hús skapar byggðinni skjól fyrir norðaustanátt en allar götur eru með sjávarsýn og húsin út við sjóinn eru einungis tvær hæðir til að hámarka fjölda íbúða með útsýni.

Íbúðirnar verða vandaðar, umhverfisvænar og ódýrar. Þorpið býður íbúðir á verðbilinu 17-34 milljónir eftir stærð, gerð og staðsetningu. Verð eru háð breytingum fram til þess tíma sem kaupandi greiðir staðfestingargjald og getur því breyst þangað til út frá endanlegum samningi við framleiðanda og gengi.

Gufunesið býður upp á einstaka staðsetningu fyrir þorp í miðri borg. Nýtt smáíbúðahverfi Þorpsins verður vistvænt samfélag þar sem metnaður verður lagður í endurvinnslu og umhverfismál. Byggðin liggur að einstakri stönd og handan við byggingarnar tekur við stórt grænt svæði.

Áhugasamir kaupendur geta skráð sig hér á síðunni.