Skráning

Opnað hefur verið fyrir skráningar fyrir kaupum á íbúðum í 2. áfanga við Jöfursbás 11 í Gufunesi. Um er að ræða 65 íbúðir í þremur húsum en fyrstu íbúðirnar verða afhentar í desember á næsta ári og þær síðustu í apríl 2022.

Fyrsti áfangi er í byggingu með 45 íbúðum sem allar hafa verið seldar en þær eru til afhendingar fyrir mitt ár 2021.
Við bendum á facebook síðu okkar; Þorpið-vistfélag en þar má finna ýmsar upplýsingar um verkefnið.

Skráningarformið er neðar á þessari síðu.

Hægt verður að sækja um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til íbúðarkaupa fyrir þá sem það vilja og fullnægja reglum varðandi tekjumörk.

Þeir sem skrá sig fá sendar ítarlegar upplýsingar um íbúðirnar og hverfið í heild.