Þorpið Vistfélag

Þorpið vistfélag hefur undanfarin þrjú ár unnið að þróun á nýju hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og varð í 2. sæti í samkeppni Reykjavíkurborgar um lóðir árið 2019. Þorpið byggir þetta nýja hverfi í Gufunesi sem lifandi vistþorp í borg.

Staðsetning og hæð húsa skapar skjólsælt, sólríkt og grænt umhverfi. Byggð Þorpsins í Gufunesi er brotin upp í þriggja til fimm hæða þyrpingu íbúðarhúsa sem hverfist um miðlægt torg og garða. Íbúðir eru samtals 137. Göngustígar í nágrenni eru tengdir inn og í gegnum í svæðið.

Íbúðirnar eru hannaðar af Yrki arkitektum. Áhersla er á vandaða hönnun og góða rýmisnýtingu íbúðanna sem eru af fjórum gerðum; stúdíó, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Þorpið býður íbúðir á verðbilinu 19-37 milljónir eftir stærð.

Gufunesið býður upp á einstaka staðsetningu fyrir þorp í miðri borg. Nýtt smáíbúðahverfi Þorpsins verður vistvænt samfélag þar sem metnaður verður lagður í deililausnir og samfélagslega uppbyggingu hverfisins. Byggðin liggur að einstakri stönd og handan hennar tekur við stórt grænt svæði með grænmetisgörðum fyrir íbúa og möguleikum til útivistar.

Áhugasamir kaupendur geta skráð sig hér á síðunni.