Breiðhöfði 15
Á Breiðhöfða 15 verða fjölbreyttar íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum ásamt atvinnurými á jarðhæð. Í húsunum verður fjöldi þakíbúða með görðum.

UM BREIÐHÖFDA
Á Breiðhöfða 15 stendur til að byggja 115 íbúðir fyrir almennan markað í þremur húsum, sem hverfast um garð á milli þeirra. Á jarðhæð verður atvinnuhúsnæði.
STÆRÐ
Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja, um 40-150 m² að stærð. Gert er ráð fyrir atvinnustarfsemi í 600 m² á jarðhæð og að í kjallara verði geymslur fyrir íbúa og stæði fyrir hjól og bíla.
AÐRIR EIGINLEIKAR
Frumhönnun gerir ráð fyrir að hæsta byggingin verði sjö hæðir og stallist niður í þrjár og fjórar hæðir til suð-vesturs. Hönnun er í höndum Nordic arkitekta.
Um verkefnið
Verkefnið er hluti af Grænhöfða þar sem Þorpið vistfélag byggir um 300 svansvottaðar íbúðir í sex fjölbýlishúsum á þremur lóðum. Lögð er áhersla á græna nálgun, sjálbærni og líffræðilegan fjölbreytileika við hönnun húsa og umhverfis. Hönnuðir eru íslenska arkitektastofan ARKÍS á Breiðhöfða 9, norræna arkitektastofan Nordic á Breiðhöfða 15 og hollenska arkitektastofan JVST á Breiðhöfða 27.
Notkun
Íbúðir og þjónusta
Lóð
4.351m². Lóðarhafi er Þorpið vistfélag.
Húsnæði
115 íbúðir. Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja, um 40-150 m² að stærð. Gert er ráð fyrir atvinnustarfsemi í 600 m² á jarðhæð og að í kjallara verði geymslur fyrir íbúa og stæði fyrir hjól og bíla.
Hönun
Nordic arkitektar vinna að endanlegri hönnun en samþykktar teikningar liggja ekki enn fyrir.
Umhverfisvottun
Gert er ráð fyrir að byggingarnar verði svansvottaðar.
Upphafsdagur framkvæmda
Haust 2023
Algengar spurningar
Viltu vita meira um verkefnið?
Skráðu þig á póstlistann og við sendum þér frekari upplýsingar um þróun verkefnisins.