Breiðhöfði 15

Á Breiðhöfða 15 verða fjölbreyttar íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum ásamt atvinnurými á jarðhæð. Í húsunum verður fjöldi þakíbúða með görðum.

Breiðhöfði 15, norð-austur, Nordic arkitektar

UM BREIÐHÖFDA

Á Breiðhöfða 15 stendur til að byggja 111 íbúðir fyrir almennan markað í þremur húsum, sem hverfast um garð á milli þeirra. Hæsta byggingin verður sjö hæðir og stallast niður í þrjár og fjórar hæðir til suð-vesturs. Gert er ráð fyrir atvinnustarfsemi í 600m² á jarðhæð og að í kjallara verði geymslur og stæði fyrir hjól og bíla.

STÆRÐ

Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja, um 40-150 m² að stærð. Allar íbúðir eru með gólfsíðum gluggum. Í bílakjallara eru 70 stæði og þar verða 9 bílskúrar sem fylgja þakíbúðum.

ÞAKÍBÚÐIR
Þakíbúðir eru búnar þaksvölum þar sem gert er ráð fyrir möguleika á útisturtu og heitum potti þar sem hægt verður að slaka á og njóta borgarútsýnis undir stjörnuhimni.

Gróðurþekja á þaki er sýnileg gegnum gólfsíða glugga og mynda einstakt og óvænt samband við náttúruna í miðri borginni sem hefur jákvæð áhrif á líf íbúanna.

Alrými þakíbúða snýr til vesturs í átt að borginni með glæsilegu útsýni.

Flestar þakíbúðir eru með sér þvottaherbergi sem eykur þægindi íbúanna. Einnig eru tvær snyrtingar í hverri þakíbúð. Eldhús þakíbúða eru búin eldhúseyju þar sem hægt er að sameinast við matreiðsluna.

MEÐALSTÓRAR ÍBÚÐIR
Meðalstórar íbúðir eru vel skipulagðar, með 2-4 svefnherbergjum og leitast er við að skipuleggja hvern fermetra sem best og að stuðla að þægilegu og notalegu umhverfi fyrir fjölskyldur sem vilja einfalda lífið.

Þær eru flestar búnar eldhúseyju sem skapar skemmtilegt andrúmsloft í alrýminu. Flestar íbúðanna eru búnar 2 snyrtingum. Þær eru flestar með svalir eða sér-afnotarými út að inngarði eða til suðurs.

LITLAR ÍBÚÐIR
Litlar íbúðir eru vel skipulagðar og búnar einu svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Þær henta vel einstaklingum eða pörum, ungum sem öldnum.

GEYMSLUR
Öllum íbúðum fylgja geymslur í kjallara eða geymslur sem gengið er inn að frá stigagöngum.

HJÓL
Á Breiðhöfða 15 er mikil áhersla lögð á umhverfis- og vistvænar samgöngur. Hjólastæðin eru lykilþéttur í þessari áherslu. Stór sameiginleg hjólageymsla er í kjallara, sem er aðgengileg með hjólapramma utan frá. Innangengt er úr hjólageymslunni inn í bílakjallarann og inn á íbúðaganga. Þetta fyrirkomulag býr til gott flæði fyrir íbúa til að ganga um hjólin sín og kemur sér vel á köldum vetrardögum. Hjólastæðin eru ekki bara hagnýt, þau stuðla einnig að samskiptum milli íbúa, hvetja til hreyfingar og draga úr álagi á umhverfið. Auk hjólageymslunnar er einnig gert ráð fyrir að íbúar geti geymt hjólin sín í eigin hjólageymslum.

GRÓÐURKLÆÐNING
Gróðurklæðning gengur upp húshliðarnar sem gerir húsið einstakt í borgarrýminu og skapar nærandi umhverfi fyrir íbúana.

AÐRIR EIGINLEIKAR

Frumhönnun gerir ráð fyrir að hæsta byggingin verði sjö hæðir og stallist niður í þrjár og fjórar hæðir til suð-vesturs. Hönnun er í höndum Nordic arkitekta.

Um verkefnið

Verkefnið er hluti af Grænhöfða þar sem Þorpið vistfélag byggir um 300 svansvottaðar íbúðir í sex fjölbýlishúsum á þremur lóðum. Lögð er áhersla á græna nálgun, sjálbærni og líffræðilegan fjölbreytileika við hönnun húsa og umhverfis. Hönnuðir eru íslenska arkitektastofan ARKÍS á Breiðhöfða 9, norræna arkitektastofan Nordic á Breiðhöfða 15 og hollenska arkitektastofan JVST á Breiðhöfða 27.

Notkun

Íbúðir og þjónusta

Lóð

4.351m². Lóðarhafi er Þorpið vistfélag.

Home icon

Húsnæði

115 íbúðir. Íbúðirnar verða tveggja til fimm herbergja, um 40-150 m² að stærð. Gert er ráð fyrir atvinnustarfsemi í 600 m² á jarðhæð og að í kjallara verði geymslur fyrir íbúa og stæði fyrir hjól og bíla.

Hönnun

Nordic arkitektar vinna að endanlegri hönnun en samþykktar teikningar liggja ekki enn fyrir.

Globe icon

Umhverfisvottun

Gert er ráð fyrir að byggingarnar verði svansvottaðar.

Upphafsdagur framkvæmda

Vor 2024

Algengar spurningar

    Önnur verkefni

    Decor image 1 Decor image 2 Decor image 3