Við byggjum vistvæn samfélög

Fasteignaþróunarfélagið Þorpið vistfélag vinnur með hönnuðum og byggingafyrirtækjum að byggingu vistvænna húsa fyrir fólk og fyrirtæki með áherslu á grænar lausnir, hlýlegt umhverfi og samfélagslegan fjölbreytileika.

Hafa samband
Gufunesvegur 32, Yrki arkitektar

Hlutverk

Þorpið vistfélag er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í þróun lóða fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði í takt við þarfir markaðarins. Félagið sameinar hagsmuni kaupenda, fjárfesta, sveitarfélaga og byggingaraðila með það að markmiði að skapa samfélagsleg verðmæti. Félagið leggur áherslu á hagkvæmni og vistvæna nálgun í öllu þróunarferlinu, allt frá hönnun til verkloka.

Stefna

Þorpið vistfélag vill vera leiðandi í sjálfbærri fasteignaþróun með áherslu á að fagurfræði, tækni og notagildi haldist í hendur. Lögð er áhersla á að nota lausnir sem henta fyrir hvert verkefni, velja viðeigandi samstarfsaðila ásamt því að nýta byggingarefni sem á best við hverju sinni. Þorpið vistfélag stefnir að því að verkefni félagsins hljóti umhverfisvottun.

Gufunesbryggja. Mynd: Yrki arkitektar

Gæði, frumkvæði og nýsköpun

Fasteignaþróunarfélagið Þorpið vistfélag vinnur að þróun lóða fyrir einstaklinga og fyrirtæki með áherslu á hagkvæmni í byggingarkostnaði, grænar lausnir og vistvænt umhverfi. Markmið félagsins er byggja upp samfélög þar sem samvinna og deililausnir skipa stóran sess. Félagið vinnur með skapandi lausnir í að þróa vistvæn mannvirki.

 

Gildin okkar:

Fagmennska

Fagmennska og traust í verkefnum og vinnubrögðum

Aukin lífsgæði

Leiðarljós okkar er að bæta lífsgæði fólks

Lausnir

Lausnamiðað og skapandi hugarfar

Umhverfisvernd

Leita umhverfisvænna lausna eins og kostur er

Breiðhöfði 9, Arkís arkitektar
Jöfursbás 11, Yrki arkitektar
Gufunesvegur 32, Yrki arkitektar
Gufunesbryggja, Yrki arkitektar
Leiðandi þróunarfélag

Markmið

Þorpið vistfélag vill vera leiðandi í þróun íbúða með áherslu á hagkvæmni, umhverfi og samfélag. Félagið vill leggja sitt af mörkum til jákvæðrar þróunar samfélagsins og skapa með því bæði samfélagslegan arð og fjárhagslegan. Þá vill félagið nýta þekkingu sína og reynslu til að tengja saman ólíka aðila og vera eftirsóknarverður samstarfsaðili ríkis, borgar og fjárfesta við uppbyggingu íbúða í takt við þarfir og áætlanir um stóraukið framboð íbúða á næstu árum.

Þorpið vistfélag hefur síðan 2019 vaxið í það að verða einn stærsti einstaki uppbyggingaraðili íbúðarhúsnæðis Reykjavík en félagið hefur í eignasafni sínu í dag um 1.500 íbúðir í byggingu, hönnun, skipulagi og þróun eða alls um 120.000m² ofanjarðar. Lang stærsta verkefnið er á
Ártúnshöfða þar sem félagið á byggingarrétt að um 80.000m² ofanjarðar. Þar er gert ráð fyrir að framkvæmdir við fyrstu 170 íbúðirnar hefjist vorið 2023.

Skoða verkefnin
Framsækni - Jákvæðni - Nýsköpun

Starfsfólk Þorpsins vistfélags

Hjá Þorpinu vistfélagi starfa einstaklingar með mikla reynslu af því að þróa ný verkefni

Áslaug Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri samskipta, markaðs- og sölumála hjá Þorpinu vistfélagi.

Áslaug Guðrúnardóttir

Framkvæmdastjóri samskipta, markaðs- og sölumála

aslaug@thorpidvistfelag.is

+354 620 9966

Guðný María Jóhannsdóttir

Framkvæmdastjóri umhverfis og skipulags

gudny@thorpidvistfelag.is

+354 862 1405

Runólfur Ágústsson

Framkvæmdastjóri þróunar

runolfur@thorpidvistfelag.is

+354 695 9999

Sigurður Smári Gylfason

Framkvæmdastjóri

sigurdur@thorpidvistfelag.is

+354 898 0987

Side Decor 1 Side Decor 2 Side Decor 3
# # #