Breiðhöfði 9

Á Breiðhöfða 9 hafa Arkís arkitektar hannað tvö fjölbýlishús með 50 íbúðum alls. Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja auk þriggja þakíbúða með görðum og einstöku útsýni. Þar er gert ráð fyrir heitum pottum og útisturtum.

Breiðhöfði 9, Arkís

UM BREIÐHÖFDA

Á Breiðhöfða 9 verða byggð tvö 4-6 hæða fjölbýlishús með samtals 50 íbúðum fyrir almennan markað. Íbúðirnar verða frá tveggja til fimm herbergja og þrjár þakíbúðir. Í kjallara verða geymslur og stæði fyrir hjól og bíla. Mikil alúð hefur verið lögð í hönnun á inngarðinum sunnan megin við húsin. Inngarðurinn er óskyggður fyrir sunnan byggingarreit og liggur liggur skjólsælt lægra í landi. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði svansvottaðar. Gengið hefur verið frá sölu lóðarinnar til byggingafélagsins Skugga ehf.

STÆRÐ

Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja, á stærðarbilinu 35-206 m², en flestar verða þriggja herbergja og um 75 m². Í kjallara verða geymslur sem fylgja hverri íbúð og stæði fyrir 106 reiðhjól og 30 bíla.

ÞAKÍBÚÐIR
Þrjár stórar þakíbúðir verða í húsunum. Tvær í efra húsinu og ein í því neðra. Þær verða búnar þaksvölum þar sem gert er ráð fyrir möguleika á útisturtu og heitum potti. Íbúðirnar þrjár eru allar fimm herbergja með tveimur baðherbergjum hver. Í íbúðunum verða gólfsíðir gluggar þaðan sem njóta má útsýnis yfir borgina.

MEÐALSTÓRAR ÍBÚÐIR
17 þriggja herbergja íbúðir verða í húsunum, meðalstærð 75 fermetra. Þær eru vel skipulagðar með rúmgóðu alrými með eldhúseyju. Svalir eru með öllum íbúðum húsanna.

LITLAR ÍBÚÐIR
15 tveggja herbergja íbúðir eru í húsunum, frá 35-59 fermetra. Þar er lögð áhersla á gott skipulag og nýtingu á hverjum fermetra. Íbúðirnar henta einstaklingi eða pari.

GEYMSLUR
Hluti af geymslunum sem fylgja íbúðunum eru í kjallara og hluti er á hæðinni fyrir ofan í efra húsinu.

HJÓL
Á Breiðhöfða 9 er mikil áhersla lögð á umverfið og vistvænar samgöngur. Þar eru hjólastæði lykilþáttur í stórri sameiginlegri hjólageymslu í kjallara. Einnig er gert ráð fyrir að hægt sé að geyma hjól í geymslum sem fylgja hverri íbúð.

KLÆÐNING
Gert er ráð fyrir að neðstu hæðir og kjallari verði með sementstrefjaplötum, aðalhæðir verði með hvítri álklæðningu og efstu hæðir og útskot verði timburklædd. Ásýnd veggflata er brotin upp með klifurgróðri. Gert er ráð fyrir gróðurkerjum á völdum stöðum.

AÐRIR EIGINLEIKAR

Húsin tvö verða hæst sex hæðir og stallast niður í fjórar hæðir til suð-vesturs. Lögð er áhersla á aðgengi fyrir alla í samræmi við deiliskipulag. Gert er ráð fyrir gróðri eins og trjám, runnum og fjölærum plöntum í inngarði. Sorp verður í djúpgámum sem staðsettir eru utan lóðar. Hönnun er í höndum Arkís arkitekta.

Um verkefnið

Breiðhöfði 9 er hluti af Grænhöfða og var ein af 10 lóðum Þorpsins á Ártúnshöfða þar sem byggist upp nýr borgarhluti í Reykjavík. Þar verður fyrsta endastöð Borgarlínunnar, við Krossamýrartorg. Svæðið snýr í suðvestur, hallar niður til móts við Vogabyggðina. Ártúnshöfðinn er miðsvæðis í borginni og verður lögð áhersla á grænar lausnir og gott umhverfi.

Notkun

Íbúðir fyrir almennan markað

Lóð

Lóðin er 2.801m² og er áhersla lögð á gróður og ofanvatnslausnir

Home icon

Húsnæði

Tvö 4-6 hæða fjölbýlishús með 50 íbúðum. Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja, á stærðarbilinu 35-206 m², en flestar verða þriggja herbergja og um 75 m².

Hönnun

Verkfræðihönnun er í höndum NNE verkfræðistofu og Arkís arkitektar vinna að endanlegri hönnun.

Globe icon

Umhverfisvottun

Gert er ráð fyrir að byggingarnar verði svansvottaðar.

Upphafsdagur framkvæmda

Vor 2024

Algengar spurningar

    Önnur verkefni

    Decor image 1 Decor image 2 Decor image 3