Breiðhöfði 9
Á Breiðhöfða 9 eru Arkís arkitektar að hanna tvö 54 íbúða fjölbýlishús þar sem verða allt frá litlum íbúðum upp í vandaðar þakíbúðir með görðum og einstöku útsýni. Í þeim er gert ráð fyrir heitum pottum og útisturtum.

UM BREIÐHÖFDA
Á Breiðhöfða 9 stendur til að byggja 4-6 hæða fjölbýlishús með 54 íbúðum sem eru hugsaðar fyrir almennan markað.
STÆRÐ
Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja, á stærðarbilinu 35-205 m², en flestar verða þriggja herbergja og um 75 m². Í kjallara verða geymslur fyrir íbúa og stæði fyrir hjól og bíla.
AÐRIR EIGINLEIKAR
Húsin tvö verða hæst sex hæðir og stallast niður í fjórar hæðir til suð-vesturs.
Um verkefnið
Breiðhöfði 9 er hluti af Grænhöfða og ein af 10 lóðum Þorpsins á Ártúnshöfða þar sem byggist upp nýr borgarhluti í Reykjavík. Þar verður fyrsta endastöð Borgarlínunnar, við Krossmýrartorg. Svæðið snýr í suðvestur, hallar niður til móts við Vogabyggðina. Ártúnshöfðinn er miðsvæðis í borginni og verður lögð áhersla á grænar lausnir og gott umhverfi.
Notkun
Íbúðir fyrir almennan markað
Lóð
2.801m². Þorpið vistfélag er lóðarhafi.
Húsnæði
Tvö 4-6 hæða fjölbýlishús með 54 íbúðum. Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja, á stærðarbilinu 35-205 m², en flestar verða þriggja herbergja og um 75 m².
Hönnun
Verkfræðihönnun er í höndum NNE verkfræðistofu og Arkís arkitektar vinna að endanlegri hönnun en samþykktar teikningar liggja ekki enn fyrir.
Umhverfisvottun
Gert er ráð fyrir að byggingarnar verði svansvottaðar.
Upphafsdagur framkvæmda
Haust 2023
Algengar spurningar
Viltu vita meira um verkefnið?
Skráðu þig á póstlistann og við sendum þér frekari upplýsingar um þróun verkefnisins.