Breiðhöfði 27

Á Breiðhöfða 27 stendur til að bjóða upp á almennar íbúðir auk þakíbúða með görðum og fallegu útsýni. Unnið verður með líffræðilegan fjölbreytileika og áhersla lögð á grænar lausnir og gróður.

Breiðhöfði 27, JVST arkitektar

UM BREIÐHÖFDA

Þorpið vistfélag, sem er lóðarhafi, er í viðræðum við Reykjavíkurborg um breytingar á deiliskipulagi með það fyrir augum að fjölga íbúðum með áherslu á minni íbúðir vegna nálægðar lóðarinnar við fyrirhugaða Borgarlínustöð.

STÆRÐ

Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir 80 íbúðum að hámarki.

AÐRIR EIGINLEIKAR

Í kjallara er gert ráð fyrir gjaldskyldu hjóla- og bílastæðahúsi sem þjóna á byggðinni í næsta umhverfi. Einnig er gert ráð fyrir 6.800 m² fyrir atvinnustarfsemi í turnbyggingu, sem ætlað er að verða kennileiti í hverfinu. Um er að ræða miðbæjarhús með blandaðri starfsemi. Hönnun er í höndum JVST arkitekta.

Breiðhöfði 27 verður eitt af kennileitum nýja borgarhlutans á Ártúnshöfða. Verið er að hanna húsið í samstarfi við hollensku arkitektastofuna JVST þar sem Orri Steinarsson arkitekt er eigandi. Til stendur að skapa fallega og mannvænlega byggingu þar sem sjálbærni og líffræðilegur fjölbreytileiki eru meðal lykilhugtaka. Stofan hefur unnið að fjölmörgum spennandi verkefnum í Reykjavík, Rotterdam, Amsterdam og víðar. Nýlega urðu þau hlutskörpust í samkeppni um endurhönnun á Borgarbókasafninu í Grófinni í Reykjavík.

Um verkefnið

Notkun

Íbúðir og þjónusta

Lóð

4.347m²

Home icon

Húsnæði

Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir 80 íbúðum að hámarki. Einnig er gert ráð fyrir atvinnutstarfsemi á reitnum. Í kjallara er gert ráð fyrir gjaldskyldu hjóla- og bílastæðahúsi sem þjóna á byggðinni í næsta umhverfi.

Hönnun

Verkefnið er unnið í samstarfi við hollensku arkitektastofuna JVST. Samþykktar teikningar liggja ekki fyrir.

Globe icon

Umhverfisvottun

Stefnt er að því að byggingin verði svansvottuð.

Upphafsdagur framkvæmda

Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist vorið 2024 og að fyrsta áfanga ljúki árið 2026.

Algengar spurningar

    Önnur verkefni

    Decor image 1 Decor image 2 Decor image 3