Gatnagerð á Ártúnshöfða

Gatnagerð hafin á Ártúnshöfða

Gatnagerð á svæði Þorpsins vistfélags á Ártúnshöfða er nú í fullum gangi á vegum Reykjavíkurborgar. Um er að ræða breytingar á Breiðhöfða og gerð nýrra botnlanga niður brekku á milli Breiðhöfða 9 og 15 annars vegar og milli Breiðhöfða 15 og 27 hins vegar. Alls gerir Þorpið vistfélag ráð fyrir að byggja um 300 íbúðir á þessum þremur byggingareitum í 7 mismunandi húsum auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrstu tvö húsin, sem munu standa við Breiðhöfða 9-13, geti hafist fljótlega.