
Ártúnshöfði
Þorpið vistfélag á byggingarétt á 80.000 m² ofanjarðar á Ártúnshöfða er félagið með í þróun og hönnun tíu lóðir í nýjum borgarhluta sem þar mun rísa við fyrstu endastöð Borgarlínunnar. Þorpið vistfélag áætlar að byggja á sínum reitum um 1.000 íbúðir af öllum stærðum og gerðum auk atvinnuhúsnæðis. Áætlað er að hefja framkvæmdir við fyrsta hluta, Grænhöfða, á árinu 2023.
Þrjár arkitektastofur vinna að fyrstu þremur lóðunum. Arkís vinnur að Breiðhöfða 9, Nordic að Breiðhöfða 15 og hollensk-íslenska stofan JVST að Breiðhöfða 27. Hverfið verður eitt mesta uppbyggingarsvæði borgarinnar á næstu árum. Byggðin sem þar mun rísa snýr í suð-vestur, til móts við Vogabyggðina með fallegu útsýni yfir alla borgina.
Viltu kynnast okkur betur?
Við erum alltaf í leit að skemmtilegum verkefnum til að takakast á við með góðu fólki og fyrirtækjum. Við hlökkum til að heyra frá þér.
Hafa samband