Gufunesvegur 32
Á Gufunesvegi 32 verða íbúðir af ýmsum stærðum og lifandi starfsemi á jarðhæð.
UM GUFUNESVEG
Við Gufunesveg 32 undirbýr Þorpið vistfélag byggingu fimm hæða fjölbýlishúss fyrir almennan markað, auk atvinnuhúsnæðis.
STÆRÐ
Gert er ráð fyrir 70 íbúðum í húsinu, eins til fimm herbergja að meðalstærð um 70 m².
AÐRIR EIGINLEIKAR
Gert er ráð fyrir mikilli lofthæð á jarðhæð, þar sem verði atvinnutengd starfsemi, m.a. kaffihús/veitingastaður á suðurhorni. Sameiginlegur inngarður verður í húsinu miðju.
Um verkefnið
Notkun
Íbúðir og atvinnustarfsemi
Lóð
1.883m²
Húsnæði
Í húsinu verða 70 íbúðir, eins til fimm herbergja og meðalstærð um 70 m². Í kjallara verða geymslur fyrir íbúa ásamt bílastæðum. Íbúar sem eiga ekki bíl munu geta sameinast um deilibíla. Á jarðhæð verða hjólageymslur með rafhleðslu- og viðgerðaraðstöðu.
Hönnun
Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir, Yrki arkitektar vinna að endanlegri hönnun en samþykktar teikningar liggja ekki enn fyrir.
Umhverfisvæn vottuð
Gert er ráð fyrir að byggingin verði svansvottuð.
Upphafsdagur framkvæmda
Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist sumarið 2025 og að þeim geti lokið á fyrsta ársfjórðungi 2027.
Algengar spurningar
Viltu vita meira um verkefnið?
Skráðu þig á póstlistann og við sendum þér frekari upplýsingar um þróun verkefnisins.