Verkefni Þorpsins vistfélags í Jöfursbási

Verkefni Þorpsins vistfélags í Gufunesi, bygging 137 íbúða fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, er fyrsta verkefni sinnar tegurndar sem varð til í kjölfar samkeppni um lóðir á föstu verði.

Íbúðakjarninn við Jöfursbás 11 í Gufunesi hefur tekið á sig mynd. Inni á torginu eru m.a. pósthús, þvottahús og kaffihús og sameiginleg rými á milli húsana að verða til.

Íbúðirnar okkar voru seldar á föstu verði sem hækkaði ekki samhliða almennum markaðshækkunum á íbúðaverði, heldur einungis út frá byggingavísitölu sem endurspeglar raunkostnað við byggingu húsanna. Þetta er samkvæmt samkomulagi Þorpsins vistfélags og Reykjavíkurborg um hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur og ungt fólk.

Verkefni Þorpsins í Gufunesi er fyrsta slíka verkefnið sem varð til í kjölfar samkeppni um lóðir á föstu verði en nokkur önnur eru í þróun. Það er ástæða til að hrósa borginni og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra fyrir frumkvæðið að þessum verkefnum sem eru að gera ungu fólki kleift að eignast sitt fyrsta húsnæði á viðráðanlegu verði.