Jöfursbás 11, torg

Sameign afhent í Jöfursbási

Í byrjun maí 2023 afhenti Þorpið vistfélag húsfélaginu í Jöfursbási 11 sameign íbúanna í húsunum fimm í þessu nýja hverfi í Gufunesi. Um er að ræða kaffihús og/eða vinnuaðstöðu, pósthús, fullbúið þvottahús, grillaðstöðu, hjólageymslu, æfingatæki, leikaðstöðu og torg.

Húsin og sameignin eru því tilbúin þegar þrjú ár eru síðan borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, tók fyrstu skóflustunguna að byggingunum þar sem eru 137 íbúðir og allar seldar. Húsin voru byggð sem hluti af verkefni Reykjavíkurborgar að fjölga hagkvæmum íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.