Lífsgæðakjarni á Ártúnshöfða
Þorpið vistfélag kynnti á opnum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur, 27. september 2023, hugmynd að að lífsgæðakjarna á Ártúnshöfða. Reykjavíkurborg auglýsti eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara og sem lóðahafi á Ártúnshöfða bauð Þorpið vistfélag fram lóð á deiliskipulagssvæði 2 á höfðanum, sem nú er í vinnslu. Þorpið vistfélag hefur átt í viðræðum við Grundarheimilin um samstarf vegna málsins, þar sem þau yrðu rekstraraðili hjúkrunarheimilis og þjónustuíbúða. Á svæðinu yrðu einnig leigu- og eignaríbúðir fyrir eldra fólk sem og rík þjónusta. Hér má sjá upptöku af fundinum í ráðhúsinu, erindi Þorpsins vistfélags hefst á mínútu 1:57.