Sigurður Hannesson

Íbúðum í byggingu fækkar um 65%

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að samkvæmt könnun sem gerð var meðal félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem hafa verið að byggja íbúðir hafi þeir aðilar í fyrra byrjað á tæplega 1.500 íbúðum en nú séu sömu aðilar einungis að byrja á um 500 íbúðum. Þannig að þetta er fækkun um tvo þriðju eða ca 65%. Þetta sýnir aðeins hvernig staðan er á byggingarmarkaðinum. „Þetta er staðan eins og við sjáum hana í dag. Við erum ekki að sjá fram á að það verði byggðar nægilega margar íbúðir á næstunni. Það er auðvitað mjög slæmt.“