Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka þótt mjög hafi dregið úr veltu á íbúðamarkaði.. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí. Vísitalan hefur nú hækkað fjóra mánuði í röð. Landsmönnum hefur aldrei fjölgað jafnmikið og á síðasta ári og á fyrsta fjórðungi þessa árs. Hækkandi leiguverð sýnir líka að þótt eftirspurn eftir íbúðum til kaupa hafi minnkað með breyttu lánaumhverfi er enn eftirspurn eftir húsnæði.
Umfjöllun um þetta má finna á vef Landsbankans hér.