Gyðjurnar unnu!

Tillaga um að húsin fimm við Jöfursbás 11 heiti eftir norrænum gyðjum varð hlutskörpust meðal kaupenda og umsækjenda.
Húsin heita: Eir, Frigg, Freyja, Nanna og Sif. Kaffihúsið og vinnuaðstaðan mun heita Vingólf.
Gyðju-hugmyndin kallast með sínum volduga kvenleik á við karlhöfðingjanöfn gatnanna í hverfinu þar sem Jöfur, Hildir, Þjóðann og félagar ráða ríkjum. Hér eru saman komnar gyðjur lækninga, hjónabands, ásta, hins hreina og tæra, og svo gyðja kornsins með gullhaddinn sinn.

Sameiginlega svæðið heitir eftir sameiginlegum hörgi gyðjanna allra í Ásgarði samkvæmt frásögn Snorra Eddu: Vingólf.

Gyðjutillagan hlaut 66,23% atkvæða, hvalatillagan 19,48% og kúatillagan 14,29%. Alls kusu 231.

Vinningstillagan var frá henni Auði sem fær rómantík frá Óskaskríni að launum og getur þar valið úr fjölmörgum hótelum víðsvegar um landið þar sem hægt er að slappa af með ástinni sinni eða góðum vini, njóta glæsilegrar máltíðar og eiga notalega kvöldstund og nótt á einu þessara hótela.
Takk Auður!