Gufunesbryggja. Mynd: Yrki arkitektar

Gufunesbryggja

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í ágúst 2022 tillögu Þorpsins vistfélags um útfærslu á Gufunesbryggju. Næstu skref eru viðræður milli Reykjavíkurborgar og Þorpsins vistfélags um uppbyggingu á lóðinni. Þorpið bar á dögunum sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities um svæðið.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í ágúst 2022 tillögu Þorpsins vistfélags um útfærslu á Gufunesbryggju.
Þorpið bar á dögunum sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities (samtök nær hundrað stórborga um allan heim sem vinna að því að gera borgir sjálfbærar og grænar) um svæðið.
Skrifstofa borgarstjóra mun á grundvelli vinningstillögunnar hefja viðræður við Þorpið um lóðavilyrði.
Hugsunin að baki tillögunni er að bryggjan verði félags-, atvinnu- og samgöngumiðstöð. Bryggjur hafa í
gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, hvað varðar samgöngur, flutninga, veiðar
og fleira. Um allan heim hafa eldri bryggjur orðið segull fyrir menningu og mannlíf.

Í samræmi við starfsemina í Gufunesi , þar sem kvikmyndagerð er fyrirferðarmikil, mun Gufunesbryggjan hýsa kvikmyndafyrirtæki, íbúðir, leikskóla, umbúðalausa matvöruverslun og veitingastað sem verður að
hluta til neðansjávar. Heilsulind tengist ströndinni með sundlaug, sjósundsaðstöðu, gufuböðum, heitum
pottum og hverskonar líkamsrækt. Við bryggjuna verður einnig aðstaða til siglinga á kajökum ofl.

Íbúðir verða á efri hæðum, einfaldar með þakgörðum, gróðurhúsum og ræktun, þar sem áhersla er lögð á
samvinnu íbúa og sameign. Þar getur skapandi fólk lifað og starfað í nýjum búsetukostum á sjálfbæran
hátt í sátt við umhverfi sitt.

Hönnunin byggir á staðaranda með áherslu á umhverfisvænar lausnir þar sem efni er endurunnið og
endurnýtt úr umhverfinu. Þannig verða núverandi steyptar bryggjur nýttar sem grunnur undir húsin og
viðurinn úr gömlu bryggjunni verður notaður sem klæðning á nýjar byggingar. Bryggjubyggingin rennur út
á gömlu timburbryggjuna og eru nýju húsin hluti af endurbyggingu hennar og allt unnið með sjálfbærum
hætti. Kolefnisfótspor verður jafnað, jafnt við bygginguna sjálfa sem og stýringu verkefnisins en
Gufunesbryggjan er unnin eftir þeim ströngu umhverfisviðmiðunum sem C40 Reinventing Cities verkefnin
krefjast. Þar er tekist var á við tíu lykiláskoranir, t.d. hringrásarhagkerfi, sjálfbærar samgöngur, sjálfbær
byggingarefni, líffræðilegan fjölbreytileiki og samfélagslegan ávinning. Bryggjan býr til grænar tengingar
fyrir Gufunesið og Grafarvoginn með rafknúnum bátastrætó í miðborgina og gerir ráð fyrir göngu- og hjólabrú út í Viðey . Gufunesið verður þannig ekki endastöð í gatna og strætókerfi borgarinnar, heldur lifandi samgöngumiðstöð.

Þorpið vistfélag stýrir verkefninu með þverfaglegu teymi þar sem arkitektar, umhverfisfræðingar, skipulagsfræðingar, verkfræðingar, fjárfestar, verktakar og væntanlegir notendur húsanna vinna saman.
Samstarfsaðilar Þorpsins eru Yrki arkitektar, Environice, Exa Nordic, Vatnaskil, Eykt, Arctica Finance, Elding, World Class, True North og Kjarnasamfélag Reykjavíkur.

Lausleg þýðing úr áliti dómnefndar:

– Tillaga Þorpsins uppfyllir 10 áskoranir keppninnar og er sterkt framlag til lágkolefna framtíðar í Gufunesi . Tillagan setur fram áhugaverða sýn fyrir svæðið með nýstárlegum arkitektúr og mikilvægum tengslum og hefur það að markmiði að skapa sjálfbært umhverfi á staðnum. Dómnefndin hefur einnig
litið svo á að tillagan um Gufunesbryggjuna muni nýtast skapandi hverfi og þéttbýli í Gufunesi til framtíðar; umhverfislega, efnahagslega og félagslega.

– Þetta er opið og vel jarðsett mannvirki með útsýni til fjalla og sjávar, arkitektúrinn situr vel í náttúrunni,
bæði frá byggingarfræðilegu og efnislegu sjónarhorni. Þetta er tákn um nýtt tímabil á fyrrum
iðnaðarsvæðið en minnir á sama tíma vel á fyrra hlutverk þess. Hönnun og sjálfbær efni geta uppfyllt
BREEAM staðal og stutt markmið um kolefnishlutlaust verkefni í class=“notranslate“>Gufunesi . Hægt er að styrkja fyrirhugað hlutverk bygginga til að skapa mikilvægt og sterkt almenningsrými fyrir íbúa og gesti til framtíðar.