Runólfur Ágústsson, mynd Hallur Már á mbl.is

Blikur á lofti á íbúðamarkaði

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Þorpinu vistfélagi ræddi ástandið á húsnæðimarkaði við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í Dagmálum á mbl.is 28. febrúar 2023. Þar kom fram að verulega hefði dregið úr nýjum útlánum til íbúðabygginga á höfuðborgarsvæðinu, sem hætta væri á að myndi leiða til aukins skorts á nýjum íbúðum.