Brú út í Viðey áformuð fyr­ir 2030

„Við sjá­um fyr­ir okk­ur að tengja Gufu­nes og Viðey með göngu- og hjóla­brú inn á þess­ari 10 ára áætl­un og að Viðey verði þannig aðgengi­legri og nýt­ist okk­ur sem það dá­sam­lega friðar- og úti­vist­ar­svæði sem eyj­an er.“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundi í febrúar 2021 þar sem kynnt voru áform borgarinnar um verklegar framkvæmdir á næstu árum í tenglsum við Græna planið, áætlun um samþættingu umhverfismála og framkvæmda borgarinnar. Það er svo margt spennandi að gerast í Gufunesinu.