„Við sjáum fyrir okkur að tengja Gufunes og Viðey með göngu- og hjólabrú inn á þessari 10 ára áætlun og að Viðey verði þannig aðgengilegri og nýtist okkur sem það dásamlega friðar- og útivistarsvæði sem eyjan er.“ sagði
borgarstjóri á fundi nú fyrir helgina þar sem kynnt voru áform borgarinnar um verklegar framkvæmdir á næstu árum í tenglsum við Græna planið, áætlun um samþættingu umhverfismála og framkvæmda borgarinnar. Það er svo margt spennandi að gerast í Gufunesinu.