Íbúðaskortur og vaxtahækkanir

Ólafur Margeirsson hagfræðingur, skrifar grein á visi.is 1. mars 2023 um ástandið á húsnæðismarkaðnum í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Þar segir hann m.a.: „Skortur á húsnæði leiðir til minna hagkerfis, minni velsældar, meiri verðbólgu og hærri vaxta en ella. Vaxtahækkanir Seðlabankans munu vafalítið koma verðbólgu niður á skikkanlegt stig að lokum. En þær ýta líka undir efnahagslegan og pólitískan óstöðugleika. Þær auka líka hættuna á frekari húsnæðisskorti á næstu árum, sem leiðir okkur einfaldlega aftur í átt að þeim stað sem við erum á í dag: skortur á húsnæði, óstöðugleiki, verðbólga og átök á vinnumarkaði.“