
Gufunesbryggja
Þorpið vistfélag bar á dögunum sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities. Það eru samtök nær hundrað stórborga um allan heim sem vinna að því að gera borgir sjálfbærar og grænar.
Fyrir menningu og mannlíf
Hugsunin er að bryggjan verði nokkurs konar félags- og samgöngumiðstöð – þar sem fólk og fyrirtæki tengjast með ýmsu móti. Bryggjur hafa í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, hvað varðar samgöngur, flutninga, veiðar og fleira. Um allan heim hafa eldri bryggjur orðið segull fyrir menningu og mannlíf.
Hugmyndir og fleira
Í samræmi við starfsemina í Gufunesi þar sem kvikmyndageirinn er fyrirferðarmikill eru hugmyndir um að bryggjan hýsi kvikmyndafyrirtæki, auk þess sem þar verði íbúðir, leikskóli sem þjóni hverfinu, matvöruverslun og veitingastaður sem verði að hluta til neðansjávar. Heilsulind sem tengist ströndinni með sundlaug, sjósundsaðstöðu, sánu og hverskonar líkamsrækt. Við bryggjuna gæti einnig verið aðstaða til siglinga á kajökum ofl. Hönnun er í höndum Yrki arkitekta.
Verkefni okkar á svæðinu
Viltu kynnast okkur betur?
Við erum alltaf í leit að skemmtilegum verkefnum til að takast á við með góðu fólki og fyrirtækjum. Við hlökkum til að heyra frá þér.
Hafa samband