Útlit lóðar

Hverfið er bíllaust en bílastæði eru í borgarlandi austan þess við fyrsta breiðstræti borgarinnar. Þar verða einnig stæði fyrir deilibíla. Gengið er inn í hverfið við suðausturhorn þess, gengt göngu- og hjólastíg sem liðast upp brekku og tengist stígakerfi Grafarvogs fyrir ofan. Við innganginn er sólríkt miðlægt torg fyrir framan sameiginleg rými þar sem er veislusalur/kaffihús/vinnurými, sameiginlegt þvottahús og pósthús/búr fyrir aðsendan mat og vörur. Við torgið er leiksvæði fyrir yngri börn, en sparkvöllur og götuboltasvæði er í garði á móti sjó. Handan götunnar eru grænmetisgarðar fyrir íbúa þorpsins og sérstök deilibílastæði. Á torginu er einnig hjóla- og vagnageymsla.
Myndin sýnir einnig afstöðu hverfisins til sjávar en fyrir hverfinu miðju er falleg klettasnös með fjöru beggja vegna í um 30 metra fjarðlægð frá byggðinni.