Upplýsingar um íbúðir

Hugmyndafræði Þorpsins vistfélags er sú að byggja hagkvæmar íbúðir fyr­ir fólk sem vill eign­ast þak yfir höfuðið án þess að þurfa að ráðstafa nær öll­um framtíðar­tekj­um sín­um til margra ára­tuga í hús­næði. Við gerum hlutina öðruvísi til að ná niður byggingakostnaði á sama tíma og við bjóðum fólki að taka þátt í upp­bygg­ingu vist­væns sam­fé­lags sem bygg­ir á deili­lausn­um, sam­vinnu fólks og sam­starfi.

 

  • Íbúðir Þorpsins eru úr verksmiðjuframleiddum steyptum einingum sem styttir byggingartímann og lækkar kostnað.
  • Íbúðir Þorpsins eru allar eins í grunnin, sem lækkar byggingarkostnað.
  • Þorpið semur við eitt verktakafyrirtæki um verkið sem eykur hagkvæmni, dregur úr áhættu og minnkar flækjustig.
  • Þorpið leggur höfuðáherslu á góða hönnun íbúða. Í íbúðunum eru engir gangar og geymslurými er í sérstökum skápum en ekki sérherbergi. Þannig getum við minnkað hverja íbúð um 10 fermetra án þess að rýra gæði hennar.
  • Þorpið leggur áherslu á einfaldar en góðar lausnir. Sérstök áhersla er á notkun heilsusamlegra efna við byggingu og frágang íbúða.
  • Þorpið leggur áherslu á góða sameign og grænan lífsstíl hvað varðar umhverfis- og samgöngumál.