Við minnum á að umsóknafrestur um þriðja áfanga Þorpsins rennur út á fimmtudaginn, þann 18. mars. Þá þurfa umsækjendur einnig að hafa sent inn mat á greiðslugetu. Hlekkir fyrir skráningu og innsendingu greiðslumata er að finna hér á vefnum.

Við stefnum á að daga um íbúðir þann 22. mars. Það verður gert af starfsfólki lögfræðisviðs Reykjavíkurborgar og fer útdráttur þannig fram að pöruð eru saman númer íbúða og þær kennitölur sem sækja um viðkomandi íbúðargerð. Umsækjendur úr áfanga 2. sem eru á biðlista hafa forgang og eru dregnir út fyrst. Síðan eru dregnir út í röð umsækjendur um áfanga 3.

Póstur verður sendur út eftir útdrátt til þeirra sem fá úthlutað íbúð og munu þeir síðan hafa 10 daga til að staðfesta það að þeir þiggi þá íbúð sem þeir fengu. Öðrum er raðað á biðlista í þeirri röð sem dregin var út.