
Um okkur
Tilgangur Þorpsins er að þróa og byggja til sölu og/eða til leigu fasteignir og byggingarlausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem áhersla er lögð á hagkvæmni í byggingarkostnaði, grænar lausnir og vistvænt umhverfi þar sem fólk býr saman í sátt við umhverfi sitt.
Hugmyndafræði Þorpsins vistfélags er sú að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið án þess að þurfa að ráðstafa nær öllum framtíðartekjum sínum til margra áratuga í húsnæði. Við gerum hlutina öðruvísi til að ná niður byggingakostnaði á sama tíma og við bjóðum fólki að taka þátt í uppbyggingu vistvæns samfélags sem byggir á deililausnum, samvinnu fólks og samstarfi.
Starfsfólk
- Sigurður Smári Gylfason, framkvæmdastjóri
- Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri þróunar
- Áslaug Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri samskipta, sölu- og markaðsmála
- Guðrún Guðjónsdóttir, bókari
- Einar S. Valdimarsson, fasteignasali