Baba Yaga á Bræðraborgarstíg

Þorpið vistfélag vinnur nú að uppbyggingu á Bræðraborgarstíg 1-3 í Reykjavík, en félagið hefur undanfarin ár staðið fyrir byggingu húsnæðis fyrir ungt fólk í Gufunesi. Húsreitirnir á Bræðraborgarstíg eiga hins vegar að hýsa eldri konur, sem kjósa að búa einar, en vilja eiga kost á félagsskapnum í svokölluðu „Baba Yaga-systrahúsi“, þar sem konur geta varið efri árunum umkringdar öðrum konum með sömu lífsgildi; feminísma, sjálfbærni og samstöðu.

Hvað er Baba Yaga systrahús

Baba Yaga hug­mynda­fræðin um kjarnasamfélög er upp­runnin í París, en hefur síð­ustu ár rutt sér til rúms víð­ar. Hún gengur út á að skapa val­kost við önnur búsetu­form sem eldra fólki býðst í dag, í þessu til­viki fyrir konur á besta aldri sem vilja búa í sínum íbúðum, en í húsi með ýmsum sam­eig­in­legum rýmum og með öðrum konum sem eru svipað þenkjandi.

Stofnandi Baba Yaga segir:

“I’m 84, but what time I have left is going to be happy and fulfilled, I’m sure of that. Old age isn’t about being shipwrecked. It isn’t an illness. It can be beautiful ,and I plan to live it that way, with my friends and colleagues here.”

Um Bræðraborgarstíg 1

“Bræðró” var “himnaríki á jörðu”. Þannig hefst ítarleg og vönduð umfjöllun Sunnu Óskar Logadóttur, blaðamanns hjá Kjarnanum um hið sögufræga hús að Bræðraborgarstíg 1 í kjölfar brunans hörmulega síðastliðið sumar. Grein Sunnu, „Saga hússins á horninu: Frá himnaríki til heljar“, er að finna í heild sinni hér