Þorpið vistfélag hefur tekið í notkun nýjan vef fyrir félagið. Á forsíðu hans er að finna glænýtt vídeó sem samstarfsfólk okkar hjá Yrki arkitektum bjó til af Þorpinu í Gufunesi eins og það mun líta út. Snillingurinn Sigurður Guðmundsson útsetti síðan fyrir okkur lagið “Ég er kominn heim” með myndbandinu.

Nú er opið fyrir umsóknir í 3. áfanga Þorpsins en 24 íbúðum verður úthlutað þann 15. mars næstkomandi. Umsóknafrestur er hér til 11. mars og hægt að sækja um hér á vefnum undirVerkefni: Hagkvæmt húsnæði.