Hagkvæmt húsnæði, fyrstu kaupendur

Íbúðakjarni Þorpsins-Vistfélags við Jöfursbás 11 í Gufunesi er hluti af verkefni Reykjavíkurborgar til að auðvelda ungu fólki að eignast sitt fyrsta húsnæði. Forgang að kaupum á íbúðum höfðu einstaklingar á aldrinum 18-40 ára. Allar 137 íbúðirnar hafa verið seldar. Við endursölu skal þess gætt að söluverð íbúðar hækki ekki meira en aðrar íbúðir í hverfinu eins og verð íbúða mælist í „söluverði íbúðarhúsnæðis eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu eftir ársfjórðungum“ hjá Þjóðskrá. Hámarkssöluverð íbúða við endursölu fylgir því verðlagsþróun íbúða í hverfinu.